Fólkið okkar
Skúli Sveinsson, hæstaréttarlögmaður
Skúli Sveinsson hefur málflutningsréttindi fyrir héraðsdómstólum, Landsrétti og Hæstarétti. Hann hefur BA og meistaragráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík ásamt því að hafa lokið Cand. oecon gráðu frá Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands af fjármálasviði. Auk málflutningsstarfa hefur hann sinnt stjórnunarstöfum á fjármálamarkaði og stafað hjá vátryggingafélagi. Hann hefur setið í stjórnum opinberra stofnanna, s.s. Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN). Skúli var skipaður formaður vinnuhóps um eftirlitsstofnanir á vegum Forsætisráðuneytisins árið 2014 og sat jafnframt í nefnd til endurskoðunar á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Skúli hefur sint réttargæslu fyrir hælisleitendur á vegum Rauða kross Íslands, auk þess sem hann var ritstjóri félags viðskiptafræðinema. Hann var tilnefndur til nýsköpunarverðlauna forseta Íslands árið 2002.
skuli@logvernd.is / 894-0540
Andri B. Arnþórsson, lögmaður
Andri Björgvin Arnþórsson er lögmaður. Hann hefur hlotið BS gráðu í viðskiptalögfræði ásamt því að hafa lokið meistaragráðu í lögfræði frá Háskólanum á Bifröst. Auk lögfræðimenntunar er Andri viðurkenndur samninga- og sáttamiðlari hjá Sátt, félagi sáttamiðlara á Íslandi. Utan lögfræðinnar hefur hann setið ýmis námskeið, m.a. í gæðastjórnunarstaðlinum ISO 9001:2015, samninga- og sáttamiðlun sem og námskeið fyrir stjórnendur. Andri hefur verið tekið að sér formennsku í starfshópi og er stjórnarmaður í sparisjóði auk þess sem hann er formaður ferðatryggingasjóðs.
andri@logvernd.is / 775-9077
Sveinn Skúlason, lögmaður
Sveinn Skúlason er lögmaður með áratuga reynslu af málflutningsstöfum. Lauk prófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1972 og öðlaðist lögmannsréttindi árið 1979. Sveinn er jafnframt með menntun á sviði sáttamiðlunar og rekstrar. Auk málflutningsstarfa hefur hann starfað hjá Starfsmannafélagi ríkisstofnana, Lögreglustjóraembættinu í Reykjavík ásamt því að hafa verið framkvæmdastjóri Félags fasteignasala um árabil.
sveinn@logvernd.is / 892-4716