Andri Björgvin Arnþórsson er lögfræðingur. Hann hefur hlotið BS gráðu í viðskiptalögfræði ásamt því að hafa lokið meistaragráðu í lögfræði frá Háskólanum á Bifröst. Auk lögfræðimenntunar er Andri viðurkenndur samninga- og sáttamiðlari hjá Sátt, félagi sáttamiðlara á Íslandi. Utan lögfræðinnar hefur hann setið ýmis námskeið, m.a. í gæðastjórnunarstaðlinum ISO 9001:2015, samninga- og sáttamiðlun sem og námskeið fyrir stjórnendur. Hann hefur setið í yfirkjörstjórn alþingiskosninga, tekið að sér aðstoðarkennslu í stærðfræði og verið leiðbeinandi í alþjóðlegum nýsköpunarhraðli á sviði lögfræði.
andri@logvernd.is / 775-9077