Stofan hefur á að skipa reynslumiklum lögmönnum á sviði hlutafélagaréttar, gjaldþrotaréttar og fjárhagslegrar endurskipulagningar. Viðfangsefni lögmanna varðandi þennan málaflokk taka m.a. til eðlis og megin einkenna hlutafélaga, þ.m.t. takmarkaðrar ábyrgðar hluthafa og stjórnenda á skuldbindingum félaga. Jafnframt snúa verkefnin að stofnun hlutafélaga og réttarsambandi hluthafa innbyrðis, s.s. með gerð hluthafasamninga en einnig að fjármögnun og vernd kröfuhafa. Önnur viðfangsefni lögmanna stofunnar hafa verið tengd stjórnskipulagi hlutafélaga, þ.m.t. reglna um hluthafafundi, stjórn og framkvæmdastjóra, umboðsreglur og varðandi minnihlutavernd. Brot á reglum félagaréttar geta bakað stjórnendum og öðrum hagsmunaðilum skaðabótaábyrgð, sem hefur jafnframt reynt á í auknum mæli undanfarin ár.