Fréttir og umfjöllun
Slæm staða leigusala þegar kemur að óheimilum breytingum á leiguhúsnæði
Hver er staða leigusala þegar leigutaki gerir breytingar á leiguhúsnæði án samþykkis leigusala? Samkvæmt niðurstöðu Landsréttar í máli nr. 251/2020 er réttarstaða leigusala hreint ekki góð, þar sem niðurstaðan var að leigusali á ekki rétt á bótum vegna kostnaðar við að koma hinu leigða húsnæði í umsamið horf við skil þess til leigusala. Ljóst er því að ákvæði húsaleigulaga veita leigusölum ófullnægjandi vernd þegar kemur að ósamþykktum breytingum á leiguhúsnæði. Til að bregðast við þessari réttarstöðu leigusala er því þörf á að setja sérstök ákvæði í leigusamning um rétt leigusala til að krefja leigutaka um greiðslu kostnaðar við að koma húsnæðinu í umsamið ástand við leigulok.